Réttur á réttindum

Valdbeiting er í sjálfu sér slæm. Margir, ef ekki flestir, sammælast þó um að réttlætanlegt geti verið að beita valdi til þess að (a) koma í veg fyrir ofbeldi og (b) til að viðhalda rétti. (Sumir styðja einnig beitingu valds til þess að koma á nýjum réttindum eða afnema gömul réttindi. Aðrir eru íhaldssamari.)
 
Þrátt fyrir fræðilegan stuðning við (a) er erfitt að sammælast um hver eigi að dæma um hvenær og hvaða valdi er rétt að beita, og fyrir hvaða sakir. Hefnd, hegning og gæzla eru vægast sagt umdeild. Á aldrei að grípa til vopna? Á frekar öllum að vera jafnfrjálst að refsa hverjum öðrum? Munu þá refsigjarnir þá refsa um of, og vera svo hverjum af öðrum vera refsað fyrir vikið, en hófsamir sitja hjá? Eða á að starfa dómur? Eða bara lagaleg og sálfræðileg ráðgjöf (af eða á) til handa þeim sem vilja hefna?
 
Öllu umdeildara er svo (b). Viðhalda, afnema eða koma á? Hvaða rétti? Hvers vegna?
 
Nú kann örfáum að þykja óþarflega flókið að fylgja einhverjum lögum, og virða einhvern rétt. Hver og einn breyti bara eins og honum þykir best. Maðurinn er hópdýr, svo langflestir munu breyta til hins besta fyrir hópinn. En hverjir eru í hópnum? Hvað er hópnum eiginlega fyrir bestu? Var það konungsveldi Belgíu fyrir bestu að hertaka hálfa Kongó? Kannski. Kannski ekki. Var það ásættanlegt fyrir íbúa Kongó? Aldeilis ekki.
 
Menn geta unnnið að hagsmunum fjölskyldunnar, vinnufélaganna, þjóðarinnar, mannkyns eða alls lífs. Bæði aðferðir og markmið geta virst stangast á. Gott skipulag þarf til að hjálpa mönnum að vinna saman að samrýmanlegum markmiðum, og aftra mönnum sem skemma fyrir öðrum.
 
Til þess er eignarrétturinn ætlaður. En hvað má eiga? Mega svangir stela mat sem liggur annars við skemmdum? Er það brot á réttinum ef markmið þjófanna vegur /augljóslega/ þyngra en þess sem átti? Hvað með refsingar—má brjóta gegn glæpamönnum sem ræna og rupla? Má hegna morðingjum?
 
Eignarrétturinn (a.m.t. eign á eigin líkama) er háður skilyrðum. Það þykir nefnilega í lagi að brjóta eignarréttinn til að verja eignarréttinn. Að hefna með öllum ráðum sem leyfðar eru í sjálfsvörn. Vegna þess að varðveizla eignarréttarins vegur—/augljóslega/—þyngra en nokkurt markmið glæpamanns sem virðir réttinn að vettugi. Honum, sem þótti einmitt nákvæmlega það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband