Færsluflokkur: Bloggar

Er margt keypt á þínu heimili?

Svar við pistli Helga Hrafns sem var aftur svar við pistli Bubba Morthens.

Ef ég skil pistil Bubba rétt, þá fæ ég ekki séð að þessi ágæta bloggfærzla sé beinlínis svar við pistli Bubba.
Bubbi skrifaði:
„Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim
sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig.“
Helgi svaraði:
„Vandamálið er eftirfarandi. Internetið býður ekki upp á sömu takmarkanir og raunheimar gerðu þegar kassettu-, plötu- og diskasala var burðarár iðnaðarins.“

En það er ekki nema þriðjungur svars. Þrennt þarf að segja: (1) Dreifing á (birtu) efni veldur höfundi ekki beinum skaða. (2) Stórtæk dreifing, hvort sem hún heitir hljóðvarp eða Bittorrent, getur stóraukið notkun efnisins jafnframt því að lækka dreifingarkostnað. Dreifing sjálf felur í sér gífurlega verðmætasköpun. Það var ekki nóg fyrir Sovétríkin að framleiða bara nóg af mat, heldur hefði líka átt að dreifa honum til kjafta almennings. Á sama hátt væri sorglegt að sjá gott tónverk haldið frá eyrum þeirra sem vilja hlusta vegna þess að hagkvæmasta dreifingin er ekki sú pólitískt réttasta.

En Bubbi var ekki bara að tala um það, heldur að það þætti sífellt réttlætanlegra að virða að vettugi það fjáröflunartæki margra tónskálda sem leyfissala fyrir tónverkum er. Sumum tónskáldum þykir það beinlínis óþægilegt að reiða sig á betl; að treysta hlustendum til að borga fyrir tónlist sem þeir hafa þegar nálgast. Þeir hafa kannski ekki tekið eftir því að bæði þykir hlustendum enn eftirsóknarvert að eiga áþreifanleg eintök af tónlist og þeir eru oft staðnir að því að fara krókaleiðir lagalegrar áhættu og lyga til þess eins að vera leyft að borga fyrir tónlist á netinu. Fá þá listamennirnir gjarnan um 8% kaupverðs. Svipaða sögu er að segja af kvikmyndum.


Núverandi ástand er því, af tölunum að dæma, langt því frá tónlistarmönnum í vil. Úr þessu ætti að bæta og þá til dæmis með því að hlustendur greiði fyrst og fremst til þeirra sem koma að samningu og flutnings tónverkanna sjálfra, en ekki fyrst og fremst til auglýsinga– og dreifingarkostnað. Sérstaklega ekki þegar margfalt hagkvæmari dreifingartækni hefur verið þróuð. Dreifing þarf ekki að vera 11,5 sinnum betur borguð heldur en sköpunin. Svigrúm er til þess að fimmtunga verð og tvöfalda laun eða fimmfalda laun og helminga verð. Auðveldasta leiðin til þess arna er aukin samkeppni við nýmóðins dreifingarfyrirtæki sem nýta sér enn tæknilegt forskot til þess að maka krókinn. Til dæmis gætu listamenn sjálfir stofnað með sér dreifingarfélag sem tæki hóflegt dreifingargjald.

Sjá til dæmis nýstofnaða þjónustu sem er ætlað að hjálpa fólki að borga fyrir kvikmyndir í leyfisleysi: http://flix.is/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband