Bangsaspítali Reykjavíkur

English below
 
Við í Lýðheilsufélagi læknanema heldur hin geysivinsæla Bangsaspítali í Reykjavík laugardaginn 23. september 2023 frá kl. 10 til 16! Hann verður staðsettur á fjórum heilsugæslustöðvum:
🔷Heilsugæslunni Efstaleiti
🔷Heilsugæslunni Höfða
🔷Heilsugæslunni Efra Breiðholti
 
Sama dag verður Bangsaspítali Hafnarfjarðar á
🔷Heilsugæslunni Sólvangi
 
Börnum, í fylgd með fullorðnum, er boðið að koma í heimsókn með veika eða slasaða bangsa🧸
Tilgangur verkefnisins er tvíþættur: Annars vegar til að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk og hins vegar að gefa læknanemum á yngri árum tækifæri til að æfa samskipti við börn og aðstandendur🧑🏽‍âÅ¡•️👩🏼‍âÅ¡•️👨🏻‍âÅ¡•️
Heimsóknin fer þannig fram að hvert barn kemur með sinn eiginn bangsa. Gott er að ræða fyrirfram við barnið um það hvernig bangsinn er veikur (hvort hann sé t.d. með hálsbólgu, magapest eða brotinn fót). Þegar á heilsugæsluna er komið fær barnið að innrita bangsann og að því loknu kemur bangsalæknir og vísar barninu inn á læknastofu þar sem læknirinn skoðar bangsann og veitir honum þá aðhlynningu sem hann þarf á að halda.
Óþarfi að panta tíma, bara mæta með góða skapið😄
 
 
Bangsaspítali Akureyrar verður svo síðar á árinu.
 
English
 
On Saturday, September 23th, from 10 am to 16 pm the Icelandic Medical Students Standing Committee on Public Health will be hosting a Teddy Bear Hospital in four Primary Healthcare Clinics in Reykjavík and surrounding areas:
Teddy bear clinic

- Heilsugæslan Efstaleiti

- Heilsugæslan Höfða

- Heilsugæslan Sólvangi

- Heilsugæslan Efra Breiðholti

 

All children, along with parents/guardians  are invited to bring their sick or injured teddy bears.

 

The purpose of the project is both to prevent fear of doctors and healthcare workers, and also, to give medical students an opportunity to practice interacting with children.

 

The children should bring their own teddy bear and it is advisable for parents or guardians to discuss with the children what type of disease or injury the bear suffers from in advance (e.g. whether it has a sore throat or broken leg etc.). At the clinic, the child first checks the teddy bear in, and then it will be called in to the doctor’s office where the teddy bear gets examined and treated.

 

We hope to see you all!

Standing Committee on Public Health

 

 


Bloggfærslur 11. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband