Nýrahjúpur

Utan um hvort nýra er þétt, trefjaríkt bandvefshýði sem heitir nýrahýði eða trefjahýði nýra. Í nýrahýði eru frumur sem geta dregist saman. Þær heita vöðvabandvefsfrumur (e. myofibroblasts). Fjórðungur þess blóðs sem hjartað dælir flæðir í gegnum nýra áður en það snýr aftur til hjartans. Nýrun hafa afgerandi áhrif á blóðþrýsting, og blóðþrýstingur á nýrun. Utan um nýrahýði er fitulag sem heitir fituhýði nýra. Fitulagið nær inn um nýrnahlið. Utan um fituhýði nýra er annar þéttur, trefjaríkur bandvefur sem heitir nýrafell. nýra


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband