Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Tölfrćđi sem ţú lest er 50% röng

Ímundum okkur ađ skjalastjóri arXiv sé Íslendingur sem heitir Margrét. Hugsum okkur ađ viđ ţekkjum einmitt stelpu sem heitir Margrét. Tćp 2% íslenskra kvenna heita Margrét (ađ fyrra nafni). Samkvćmt viđtekinni tölfrćđi er svo ólíklegt ađ ótiltekin stelpa heiti Margrét ađ ţetta getur varla veriđ tilviljun. Sagt er ađ Margrét okkar hljóti ađ vera sú sama og Margrét skjalastjóri međ—98% vissu.

Hugsum okkur nú ađ viđ ţekkjum ađra stelpu sem heitir líka Margrét. Međ nákvćmlega sömu rökum eru 98% líkur á ađ hún sé sami skjalastjóri. Hiđ rétta er ađ rétt tćp 3000 Margrétar eru í ţjóđskrá. Líkurnar á ađ ótiltekin Margrét sé einmitt skjalastjóri arXiv eru ţví 1/3000 eđa 0,03% líkur.

Rökin ţarna fyrir ofan hefđu veriđ nokkuđ gild hefđum viđ valiđ stelpu međ óţekkt nafn sem viđ teldum 50% líkur á ađ vćri skjalastjóri arXiv. Ţá vćri nafniđ hennar haldbćr vísbending um hvort hún vćri Margrét skjalastjóri. En ţar sem viđ völdum stelpu einvörđungu eftir nafni, ţá hćkkuđu líkurnar ekki nema 100falt: tvöfölduđust vegna rétts kyns, 50földuđust vegna rétts nafns. Hljómar kannski ýkja mikiđ, ţar til sjáum ađ líkurnar hćkkuđu úr 0,0003% í 0,03%.

Ţegar vísindamađur segir „međ 99% vissu“ ađ spergilkál sporni gegn krabbameini eđa ađ teygjur fyrirbyggi stirđleika jafn vel og prótín, taktu líkindunum međ ±90% öryggismörkum. Líkurnar gćtu allt eins veriđ 19%.

Ţumalputtareglan er ađ svokölluđ p-gildi og (1-p)-gildi hafa ekkert međ raunveruleg líkindi ađ gera.

Enda hef ég ţađ fyrir 95% víst ađ ţeir sem drekka mjólk fá sjaldnar krabbamein og ađ ţeir sem drekka ekki mjólk fá líka síđur krabbamein.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband