Nýrahjúpur
Fimmtudagur, 7. mars 2024
Utan um hvort nýra er þétt, trefjaríkt bandvefshýði sem heitir nýrahýði eða trefjahýði nýra. Í nýrahýði eru frumur sem geta dregist saman. Þær heita vöðvabandvefsfrumur (e. myofibroblasts). Fjórðungur þess blóðs sem hjartað dælir flæðir í gegnum nýra áður en það snýr aftur til hjartans. Nýrun hafa afgerandi áhrif á blóðþrýsting, og blóðþrýstingur á nýrun. Utan um nýrahýði er fitulag sem heitir fituhýði nýra. Fitulagið nær inn um nýrnahlið. Utan um fituhýði nýra er annar þéttur, trefjaríkur bandvefur sem heitir nýrafell.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)