Nýrahjúpur

Utan um hvort nýra er þétt, trefjaríkt bandvefshýði sem heitir nýrahýði eða trefjahýði nýra. Í nýrahýði eru frumur sem geta dregist saman. Þær heita vöðvabandvefsfrumur (e. myofibroblasts). Fjórðungur þess blóðs sem hjartað dælir flæðir í gegnum nýra áður en það snýr aftur til hjartans. Nýrun hafa afgerandi áhrif á blóðþrýsting, og blóðþrýstingur á nýrun. Utan um nýrahýði er fitulag sem heitir fituhýði nýra. Fitulagið nær inn um nýrnahlið. Utan um fituhýði nýra er annar þéttur, trefjaríkur bandvefur sem heitir nýrafell. nýra


Bloggfærslur 7. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband