Gaza
Sunnudagur, 19. janúar 2025
Vopnahlé á Gaza á að hefjast núna um leið og Hamas gefur upp hvaða gísla hryðjuverkasamtökin eru reiðubúin að láta lausa í fyrstu fangaskiptum vopnahlésins. En hvaðan kemur spennan á þessu svæði, og í hvaða landi er Gaza eiginlega?
Gaza er svæði sem tilheyrði héraðinu Egyptalandi, sem heyrði undir Tyrkjaveldi þar til Bretar tóku yfir í fyrri heimsstyrjöldinni.
Árið 1921 varð Adolf Hitler formaður Þjóðernissósíalísks verkamannaflokks Þýskalands.
Árið 1922 varð Egyptaland að sjálfstæðu konungsríki. En líkt og Danmörk hélt Íslandi eftir að Noregur varð fullvalda ríki, þá héldu Bretar í Gaza aðeins lengur.
Árið 1923 varð Gaza hluti af Bresku palestínu.
En eftir því sem gyðingahatur jókst í Rússlandi, Þýskalandi og þar á milli, þá stækkaði flóttamannastraumur gyðinga til Bresku palestínu.
Árið 1925 hélt Menachem Ussishkin, síonisti, ræðu þar sem hann krafðist þess að endurstofnað yrði gyðinglegt ríki, from the great sea to the desert, þar sem gyðingar yrðu lausir undan ofsóknum Þjóðverja, Rússa og Austur-Evrópubúa almennt. Frá hafi til eyðimerkur vísar til Palestínu/Ísral, frá og með Gazaströnd hafsins til og með Vesturbakka ánnar Jórdan, auk landsins Jórdan. Höfuðborgin átti að rísa á rústum Seinna musteris Salómons, konungs gyðinga. Þar var reyndar moska fyrir, sem brást við með því að banna gyðingum að koma með svo mikið sem klappstóla að rústum musterisins.
Árið 1928 komu gyðingar með klappstóla og skjólvegg þangað, til að nota við tilbeiðslu. Breska lögreglan barði gyðingana og reif skjólvegginn.
Árið 1929 fór af stað orðrómur um að klappstólarnir væru mættir aftur, og komnir til að vera. Eða að gyðingar ætluðu að taka yfir moskuna og breyta henni í musteri á ný. Enginn gyðingur kannaðist við neinar slíkar fyrirætlanir. Út brutust slagsmál þar sem tæplega 250 manns dóu, jöfnum höndum gyðingar og múslimar.
Árið 1935 lýsti Al-Qassam, ímam Galíleu, yfir heilögu stríði á hendur gyðingum, Jihad. Al-Qassam stofnaði til skotbardaga, en Bretar skutu Al-Qassam og bönuðu þremur öðrum hryðjuverkamönnum til.
Árið 1936 var þátttaka múslima í Palestínu í heilaga stríðinu gegn gyðingum, Jihad, orðin almenn.
Árið 1939 settu Bretar kvóta á fjölda gyðinga sem máttu flýja til Bresku palestínu og settu takmarkanir á hvaða jarðir mátti selja til gyðinga. Bretar lofuðu að Breska palestína yrði sjálfstætt ríki árið 1949. Sögubækur segja stríðið hafa endað fyrir tilviljun á nákvæmlega sama tíma og seinni heimsstyrjöldin byrjaði.
Árið 1947 var áætlunum um sjálfstæði flýtt. Sameinuðu þjóðirnar stinga upp á því að kljúfa Palestínu í tvennt, gyðingaríki og arabaríki.
Í maí 1948 varð Breska palestína sjálfstæð og skipti um nafn, úr Bresku palestínu í Ísrael. Í sama mánuði, maí 1948 réðst Egyptaland inn í Ísrael og hertók Gaza.
Árið 1956 endurheimti Ísrael Gaza af Egyptalandi.
Árið 1957 endurheimti Egyptaland Gaza af Ísrael.
Árið 1967 hrinti Ísrael egypskum her úr Gaza. En í stað þess að innlima Gaza aftur inn í Ísrael, þá stofnaði Ísrael sjálfsstjórn yfir Gaza og landamærasvæði við vesturbakka Jórdan. Sjálfsstjórnin heitir líka Palestína. Ekki Vestur- og Austur-Palestína, eins og maður hefði haldið, eða Arabapalestína, heldur bara Palestína.
Árið 1996 voru haldnar fyrstu kosningarnar til löggjafaþings Palestínu. Flokkurinn Fatah myndaði í kjölfarið ríkisstjórn.
Árið 2006 voru haldnar næstfyrstu kosningarnar til löggjafaþings Palestínu. Meirihluti kjörinna þingmanna kom af Framboðslista hryðjuverkasamtakanna Hamas. Fatah hélt völdum á Vesturbakka Jórdan með vopnum, en Hamas komst til valda í Gaza með vopnum.
Kosningar hafa ekki verið haldnar í þessari Palestínu síðan.