Vísindagreinar hverfa ekki svo auðveldlega

Einhvern tímann á milli 29. maí og 11. nóvember 2020 lét tímaritið China Scientific Data vísindagrein úr seinasta tölublaði 2019 hverfa. En þá var skráningarstofa búin að skrá greinina undir auðkenninu doi:10.11922/csdata.2019.0018.zh og tengja það vefslóðinni http://www.csdata.org/p/308. Þó að vefur tímaritsins kannaðist ekki við að sú vefsíða væri til, þá á vefsafn Internet Archive eintök af greininni frá 29. maí 2020 og fyrr.

Gagnagrunnur yfir veirur sem hafa verið rannsakaðar af kínverskum vísindamönnum var umfjöllunarefni greinarinnar. Þar á meðal erfðaupplýsingar náskylds ættingja CoV-SARS-2 veirunnar sem var rannsakaður í Veirustofu Wuhan. Erfðaupplýsingar sem Kínverjar báðu um að yrðu afmáðar úr bandarískum tölvukerfum.

Tímaritið birti greinina árið 2019, um þremur mánuðum eftir að gagnagrunnurinn hafði reyndar verið tekinn niður af netinu. Tímaritið reyndi að fela greinina árið 2020, á svipuðum tíma og önnur vefsíða sem minntist á að þessi gagnagrunnur hefði nokkurn tímann verið til var einnig látin hverfa af vef nýsköpunar- og upplýsingatækniráðuneytis Alþýðulýðveldisins.


Þessar þrjá síður lét Kína hverfa vegna CoViD

1. Í september 2019—áður en Alþýðulýðveldið Kína viðurkenndi faraldurinn opinberlega—tók Veirustofa Wuhan niður gagnagrunninn BatVirus yfir hvaða veirur hún hefði verið að rannsaka og erfðabreyta til að gera þær skæðari mönnum og meira smitandi milli manna. Engin veirustofa hafði rannsakað veirur eins skyldar nýju krónuveirunni og einmitt sú í Wuhan.

2. Snemma árið 2020 dró kínverskt vísindatímarit, CSData, til baka vísindagrein um gagnagrunninn og mikilvægi hans til upplýsingamiðlunar um starfsemi veirustofunnar. Vefur tímaritsins minnist ekki lengur orði á þessa fyrrverandi tímaritsgrein, og ritstjórn svaraði ekki fyrirspurn minni um málið. Aðrar greinar sama tölublaðs standa nú á vef tímaritsins eins og enga grein vanti milli þeirra.

3. Tölvukerfi nýsköpunar- og upplýsingatækniráðuneytis Alþýðulýðveldisins, CSDB MSIS, dagsetti sjálfkrafa að gagnagrunnurinn hefði horfið 12. september 2019. Í maí 2020 hvarf tölvukerfið, og allar upplýsingar um uppitíma gagnagrunna kínverska vísindasamfélagsins, af netinu. Viðkomandi ríkisstofnun, CNIC, svaraði ekki fyrirspurn kollega míns um málið.


Bloggfærslur 27. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband