Gestaskráning í sóttvarnaskyni

Til að auðvelda smitrakningu og boðun í sóttkví skrá sumir húsráðendur nafn, símanúmer og kennitölu ókunnugra gesta. Sé krafist aðgangseyris fer skráning fram samhliða greiðslu. En hvernig er best að framkvæma skráningu ef hvorki greiðslu né forskráningar er krafist?

Með best er átt við að sameiginlegir snertifletir séu sem fæstir, heiðarleg skráning sem líklegust og að bið eftir skráningu sé sem styst þó margir mæti samtímis. Hugsum okkur þrjár aðferðir, og gerum okkur í hugarlund hver þeirra sé best. Þrjár aðferðir eru gestabók, ritari og dyravörður með netfang sem er auglýst uppi á vegg, ásamt leiðbeiningum um hvaða upplýsingar þurfi að skrá með tölvupósti.

Gestabók og ritfæri eru snertifletir umfram þá sem fylgja hinum aðferðunum. Að fela ritara að skrá gesti í bók skapar tækifæri til að framfylgja skráningarskyldu og fækkar snertiflötum án þess að breyta biðtíma, og er því betri aðferð. Biðtíminn snarminnkar við að margir gestir geti, með lófatölvum sínum, skráð sig samtímis með tölvupósti til dyravarðar. Enda tekur enga stund fyrir dyravörðinn að staðfesta fullnægjandi skráningu hvers og eins. Tíminn sem það tekur dyravörðinn að útskýra fyrirkomulagið bliknar í samanburði við tímasparnaðinn. Dyravörðurinn er því bestur. Raunar er netfangið og leiðbeiningarnar sogurvegararnir, því dyravörðurinn sjálfur breytir hvorki biðtíma né fjölda snertiflata.

Dyravörðurinn kemur best út í samanburðinum. Athugið að ekki var litið til aukinnar hætta á úðasmiti vegna mannlegrar nærveru í skilgreiningunni á því að aðferð sé best. Það er ósanngjarnt gagnvart gestabókinnk. En gestabókin framfylgir heldur ekki skráningu. Netfang og leiðbeiningar einar eru í ígildi snertilausrar gestabókar, nema með aukinni persónuvernd með því að gestir og gangandi geta lesið gestabók en ekki tölvupóst. Í öllu falli er tölvupóstur besti skráningarmiðillinn, með eða án dyravarðar eftir því hvort ófullnægjandi skráning eða framfylgd skráningarskyldu er mikilvægari. Loks má nefna að sömu húsráðendur ættu að framfylgja hámarksfjölda gesta. Ef einn dyravörður getur framfylgt báðum reglum felst ekki aukin hætta á úðasmiti við það eitt að dyravörður sem er hvort eð er á staðnum framfylgi einnig skráningarskyldu.

Leyfið skráningu inn í hús með tölvupósti -- líka á staðnum, við inngöngu -- og látið póstana berast til dyravarðarins, ef slíkur er fyrir hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband