Þessar þrjá síður lét Kína hverfa vegna CoViD

1. Í september 2019—áður en Alþýðulýðveldið Kína viðurkenndi faraldurinn opinberlega—tók Veirustofa Wuhan niður gagnagrunninn BatVirus yfir hvaða veirur hún hefði verið að rannsaka og erfðabreyta til að gera þær skæðari mönnum og meira smitandi milli manna. Engin veirustofa hafði rannsakað veirur eins skyldar nýju krónuveirunni og einmitt sú í Wuhan.

2. Snemma árið 2020 dró kínverskt vísindatímarit, CSData, til baka vísindagrein um gagnagrunninn og mikilvægi hans til upplýsingamiðlunar um starfsemi veirustofunnar. Vefur tímaritsins minnist ekki lengur orði á þessa fyrrverandi tímaritsgrein, og ritstjórn svaraði ekki fyrirspurn minni um málið. Aðrar greinar sama tölublaðs standa nú á vef tímaritsins eins og enga grein vanti milli þeirra.

3. Tölvukerfi nýsköpunar- og upplýsingatækniráðuneytis Alþýðulýðveldisins, CSDB MSIS, dagsetti sjálfkrafa að gagnagrunnurinn hefði horfið 12. september 2019. Í maí 2020 hvarf tölvukerfið, og allar upplýsingar um uppitíma gagnagrunna kínverska vísindasamfélagsins, af netinu. Viðkomandi ríkisstofnun, CNIC, svaraði ekki fyrirspurn kollega míns um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband