Nákvæmni tjáningar

Auðvelt er að finna orð yfir sameiginlegar upplifanir. Sjáandi sammælendur geta auðveldlega fundið sameiginlegt orð yfir gulan. En getur sjáandi lýst gulum fyrir blindum? Og getur sá blindi þá aftur lýst litnum fyrir öðrum blindum? Sjáandi getur kennt blindum hvaða litir eru gulir, og undir hvaða kringumstæðum sá litur sést. Sjáandi getur meira að segja fundið flóknar samlíkingar til að lýsa ljósi og skugga. Bein sjónlína er skiljanleg þeim sem aldrei hefur séð. Sá Sumar hugsanir má tjá í einu orði. Merkilegra er að orðum má raða saman til að tjá óendanlega margar, ófyrirséðar hugsanir. Til að aðrir skilji tjáningu þarf hún að byggja á sameiginlegum skilningi.

Ótvírætt
Orðið skilst alltaf eins, óháð samhengi.
Ótvírætt í samhengi
Merking orðsins er skýr af samhengi
Samkvæmt
Aukið samhengi veldur aldrei ruglingi.
Samleitið
Aukið samhengi eyðir misskilningi.
Skiljanlegt
Hægt er að útskýra merkingu orðsins.
Áreiðanlegt
Rugling má takmarka svo mikið sem vera skal.

Hugsanir tjáum við með vísan til sameiginlegara upplifana. Sameiginlegar upplifanir móta hvað við getum tjáð og skilið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband