Eyra

Eyrað skiptist í ytra eyra (blöðku og eyrnagöng), miðeyra (hljóðhimnu, hamar, steðja og ístað) og innra eyra (völundarhús og kuðung). Í kuðungi (snigli) er hljóðfæri! Einnig þekkt sem heyrnarskrúfa, líffæri Cortis eða heyrnarnemi. Þar eru ytri hárfrumur, sem magna upp hljóðbylgjur. Læknar hlusta stundum eftir því hve vel eyru nýbura bergmála smelli. Ef smellirnir enduróma úr eyrum nýburanna, þá hljóti ytri hárfrumurnur að vera að magna upp smellina. Ef smellirnir bergmála ekki sem skyldi, þá eru ytri hárfrumur ekki að magna upp hljóð, og þá er nýburinn algerlega heyrnarlaus.
 
Ytri hárfrumur einstakar! Þær draga sig saman, og þenja sig út. En ekki með próteinunum aktín og mýósín-eins og innri hárfrumur, vöðvafrumur, stofnfrumur og samdráttarfrumur sem sprauta vökva úr útkirtlum—heldur með prótíni sem heitir prestín og finnst hvergi annars staðar! Sumir fæðast án gensins sem þarf til að mynda prestín. Viðkomandi þjást ekki af neinu fyrir vikið, nema þessu algera heyrnarleysi.
 
Innri hárfrumur breyta svo hljóðbylgjum í taugaboð.
 
Innra eyrað er úr ysta af fósturlögunum þremur, rétt eins og augu og taugar.
 
Miðeyra er þakið að innanverðu frumum úr innsta fósturlaginu, rétt eins og kok. Miðeyra tengist nefkokinu um göng sem heita kokhlust. Kokhlustir notum við til að losna við hellu. Einn af vöðvunum sem lyfta refnum (gómfillunni), til að loka á milli munnkoksins og nefkoksins, opnar um leið kokhlustina sem nær frá nefkokinu til miðeyrans. Þetta gerist ósjálfrátt þegar við segjum sérhljóð og þegar við geispum eða tyggjum. Nefkokið tengir saman netfhol og ýmist kokhlust eða munnkok. Í miðeyranu sjálfu eru svo þrjú bein og tveir vöðvar. Beinin og vöðvarnir þróast úr miðlagi fósturskjaldar, líkt og vöðvar og bein búksins. Hlutverk vöðva miðeyrans eru að verja eyrun fyrir hávaða. Við hávaða fá þeir taugaboð um að dragast saman. Sá stærri, spennivöðvi hljóðhimnu, dregur hamar frá hljóðhimnu. Minnsti vöðvi líkamans, ístaðsvöðvi, dregur minnsta bein líkamans, ístaðið, í átt að hnakkanum.
Eyra
 
Ytra eyrað er aftur úr ysta fósturlaginu, hinu svokallaða útlagi. En með óbeinum hætti. Úr útlaginu þróast svokallað kambhnoð (neural crest). Það myndar mænu og höfuð, og þar á meðal innra eyrað. En líka dulítið af fósturbandvef. Ytra eyrað myndast úr þessum útlagsfósturbandvefi.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband