Gestaskráning í sóttvarnaskyni
Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Til að auðvelda smitrakningu og boðun í sóttkví skrá sumir húsráðendur nafn, símanúmer og kennitölu ókunnugra gesta. Sé krafist aðgangseyris fer skráning fram samhliða greiðslu. En hvernig er best að framkvæma skráningu ef hvorki greiðslu né forskráningar er krafist?
Með best er átt við að sameiginlegir snertifletir séu sem fæstir, heiðarleg skráning sem líklegust og að bið eftir skráningu sé sem styst þó margir mæti samtímis. Hugsum okkur þrjár aðferðir, og gerum okkur í hugarlund hver þeirra sé best. Þrjár aðferðir eru gestabók, ritari og dyravörður með netfang sem er auglýst uppi á vegg, ásamt leiðbeiningum um hvaða upplýsingar þurfi að skrá með tölvupósti.
Gestabók og ritfæri eru snertifletir umfram þá sem fylgja hinum aðferðunum. Að fela ritara að skrá gesti í bók skapar tækifæri til að framfylgja skráningarskyldu og fækkar snertiflötum án þess að breyta biðtíma, og er því betri aðferð. Biðtíminn snarminnkar við að margir gestir geti, með lófatölvum sínum, skráð sig samtímis með tölvupósti til dyravarðar. Enda tekur enga stund fyrir dyravörðinn að staðfesta fullnægjandi skráningu hvers og eins. Tíminn sem það tekur dyravörðinn að útskýra fyrirkomulagið bliknar í samanburði við tímasparnaðinn. Dyravörðurinn er því bestur. Raunar er netfangið og leiðbeiningarnar sogurvegararnir, því dyravörðurinn sjálfur breytir hvorki biðtíma né fjölda snertiflata.
Dyravörðurinn kemur best út í samanburðinum. Athugið að ekki var litið til aukinnar hætta á úðasmiti vegna mannlegrar nærveru í skilgreiningunni á því að aðferð sé best. Það er ósanngjarnt gagnvart gestabókinnk. En gestabókin framfylgir heldur ekki skráningu. Netfang og leiðbeiningar einar eru í ígildi snertilausrar gestabókar, nema með aukinni persónuvernd með því að gestir og gangandi geta lesið gestabók en ekki tölvupóst. Í öllu falli er tölvupóstur besti skráningarmiðillinn, með eða án dyravarðar eftir því hvort ófullnægjandi skráning eða framfylgd skráningarskyldu er mikilvægari. Loks má nefna að sömu húsráðendur ættu að framfylgja hámarksfjölda gesta. Ef einn dyravörður getur framfylgt báðum reglum felst ekki aukin hætta á úðasmiti við það eitt að dyravörður sem er hvort eð er á staðnum framfylgi einnig skráningarskyldu.
Leyfið skráningu inn í hús með tölvupósti -- líka á staðnum, við inngöngu -- og látið póstana berast til dyravarðarins, ef slíkur er fyrir hendi.
Nákvæmni tjáningar
Miðvikudagur, 8. maí 2019
Auðvelt er að finna orð yfir sameiginlegar upplifanir. Sjáandi sammælendur geta auðveldlega fundið sameiginlegt orð yfir gulan. En getur sjáandi lýst gulum fyrir blindum? Og getur sá blindi þá aftur lýst litnum fyrir öðrum blindum? Sjáandi getur kennt blindum hvaða litir eru gulir, og undir hvaða kringumstæðum sá litur sést. Sjáandi getur meira að segja fundið flóknar samlíkingar til að lýsa ljósi og skugga. Bein sjónlína er skiljanleg þeim sem aldrei hefur séð. Sá Sumar hugsanir má tjá í einu orði. Merkilegra er að orðum má raða saman til að tjá óendanlega margar, ófyrirséðar hugsanir. Til að aðrir skilji tjáningu þarf hún að byggja á sameiginlegum skilningi.
- Ótvírætt
- Orðið skilst alltaf eins, óháð samhengi.
- Ótvírætt í samhengi
- Merking orðsins er skýr af samhengi
- Samkvæmt
- Aukið samhengi veldur aldrei ruglingi.
- Samleitið
- Aukið samhengi eyðir misskilningi.
- Skiljanlegt
- Hægt er að útskýra merkingu orðsins.
- Áreiðanlegt
- Rugling má takmarka svo mikið sem vera skal.
Hugsanir tjáum við með vísan til sameiginlegara upplifana. Sameiginlegar upplifanir móta hvað við getum tjáð og skilið.
Heimspeki | Breytt 23.6.2021 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réttur á réttindum
Sunnudagur, 13. júlí 2014
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.6.2016 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölfræði sem þú lest er 50% röng
Sunnudagur, 20. apríl 2014
Ímundum okkur að skjalastjóri arXiv sé Íslendingur sem heitir Margrét. Hugsum okkur að við þekkjum einmitt stelpu sem heitir Margrét. Tæp 2% íslenskra kvenna heita Margrét (að fyrra nafni). Samkvæmt viðtekinni tölfræði er svo ólíklegt að ótiltekin stelpa heiti Margrét að þetta getur varla verið tilviljun. Sagt er að Margrét okkar hljóti að vera sú sama og Margrét skjalastjóri með98% vissu.
Hugsum okkur nú að við þekkjum aðra stelpu sem heitir líka Margrét. Með nákvæmlega sömu rökum eru 98% líkur á að hún sé sami skjalastjóri. Hið rétta er að rétt tæp 3000 Margrétar eru í þjóðskrá. Líkurnar á að ótiltekin Margrét sé einmitt skjalastjóri arXiv eru því 1/3000 eða 0,03% líkur.
Rökin þarna fyrir ofan hefðu verið nokkuð gild hefðum við valið stelpu með óþekkt nafn sem við teldum 50% líkur á að væri skjalastjóri arXiv. Þá væri nafnið hennar haldbær vísbending um hvort hún væri Margrét skjalastjóri. En þar sem við völdum stelpu einvörðungu eftir nafni, þá hækkuðu líkurnar ekki nema 100falt: tvöfölduðust vegna rétts kyns, 50földuðust vegna rétts nafns. Hljómar kannski ýkja mikið, þar til sjáum að líkurnar hækkuðu úr 0,0003% í 0,03%.
Þegar vísindamaður segir með 99% vissu að spergilkál sporni gegn krabbameini eða að teygjur fyrirbyggi stirðleika jafn vel og prótín, taktu líkindunum með ±90% öryggismörkum. Líkurnar gætu allt eins verið 19%.
Þumalputtareglan er að svokölluð p-gildi og (1-p)-gildi hafa ekkert með raunveruleg líkindi að gera.
Enda hef ég það fyrir 95% víst að þeir sem drekka mjólk fá sjaldnar krabbamein og að þeir sem drekka ekki mjólk fá líka síður krabbamein.
Tryggð fæða
Sunnudagur, 16. febrúar 2014
Undanþága frá ostatollum kostar ~415kr./kg. Það er þriðjungur af stykkjaverði, og litlu stærra hlutfall af heildsöluverði. Þegar tollaundanþága þýðir "ekki nema 29% tollur", og það ekki nema fyrir einn osthleif á ári, fyrir þriðja hvert íslenskt mannsbarn, borgað allt að einu ári fyrirfram, þá eru tollar of háir. Hvað ef annað hvern Íslending langar í útlenskan osthleif? Hvað ef suma langar í útlenskan ost á páskunum líka?
Hið sanna er, að undanþága frá toll kostar næstum jafn mikið og tollurinn sjálfur! Þannig virkar jú einmitt markaðsverð, það jafnast út. Nema í matvælum, þar sem tollar koma í veg fyrir að matvælaverð jafnist út. Það er gert til að tímabundin verðlækkun keyri bændur ekki í gjaldþrot, og dragi þannig úr matvælaframleiðslu. Enda er reglulegt offramboð á mat nauðsynlegt til þess að matvælaframleiðsla sveiflist sjaldnast undir það sem þarf til þess að brauðfæða alla menn. Af slíkum niðursveiflum má nefna kal og bruna.
Hið hjákátlega er, að með þessu skapast hérlendis grundvöllur fyrir stopulli rækt á jörðum viðkvæmum fyrir kali. Vonin er kannski sú að kal verði ekki á sama tíma og stórir brunar erlendis. En hvernig væri að við keyptum frekar stöðugari ræktarlönd erlendis? Að við sæum einfaldlega til þess að nóg sé til í Íslendinga, hvort sem það kemur að utan eða úr íslenskri sveit? Hvers vegna ekki að leyfa neytendum að velja á milli stöðugrar offramleiðslu og matarbirgða til vara?
Sumir gætu kosið að eyða peningunum sínum frekar í birgðir af frostþurrkuðum mat, sem nýtist einnig sem næringarríkur skyndimatur á 1200kr./dag (m.v. þrjár skyndimáltíðir þann daginn), að frátöldum flutningskostnaði. Aðrir myndu styrkja bónda í fjölskyldunni, gegn því að hann lofi að útvega mat þegar þess þarf. Nokkrir kæmu sér upp lager af pizzum sem endast. Aðrir myndu reyna að finna sér trausta matvöruverslun, sem ábyrgist að matur sé í hillunum. Enn aðrir tækju bara áhættuna. En jafnvel þeir myndu njóta þess að geta keypt mat hvaðan sem tekst að framleiða hann það árið, þó að þeir hætti á að verðið rakki upp og niður.
Eða eigum við ekki örugglega öll að fá að borða, óháð því hvort við höfum efni á tollum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2014 kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er margt keypt á þínu heimili?
Föstudagur, 18. október 2013
Svar við pistli Helga Hrafns sem var aftur svar við pistli Bubba Morthens.
Ef ég skil pistil Bubba rétt, þá fæ ég ekki séð að þessi ágæta bloggfærzla sé beinlínis svar við pistli Bubba.
Bubbi skrifaði:
Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig.
Helgi svaraði:
Vandamálið er eftirfarandi. Internetið býður ekki upp á sömu takmarkanir og raunheimar gerðu þegar kassettu-, plötu- og diskasala var burðarár iðnaðarins.
En það er ekki nema þriðjungur svars. Þrennt þarf að segja: (1) Dreifing á (birtu) efni veldur höfundi ekki beinum skaða. (2) Stórtæk dreifing, hvort sem hún heitir hljóðvarp eða Bittorrent, getur stóraukið notkun efnisins jafnframt því að lækka dreifingarkostnað. Dreifing sjálf felur í sér gífurlega verðmætasköpun. Það var ekki nóg fyrir Sovétríkin að framleiða bara nóg af mat, heldur hefði líka átt að dreifa honum til kjafta almennings. Á sama hátt væri sorglegt að sjá gott tónverk haldið frá eyrum þeirra sem vilja hlusta vegna þess að hagkvæmasta dreifingin er ekki sú pólitískt réttasta.
En Bubbi var ekki bara að tala um það, heldur að það þætti sífellt réttlætanlegra að virða að vettugi það fjáröflunartæki margra tónskálda sem leyfissala fyrir tónverkum er. Sumum tónskáldum þykir það beinlínis óþægilegt að reiða sig á betl; að treysta hlustendum til að borga fyrir tónlist sem þeir hafa þegar nálgast. Þeir hafa kannski ekki tekið eftir því að bæði þykir hlustendum enn eftirsóknarvert að eiga áþreifanleg eintök af tónlist og þeir eru oft staðnir að því að fara krókaleiðir lagalegrar áhættu og lyga til þess eins að vera leyft að borga fyrir tónlist á netinu. Fá þá listamennirnir gjarnan um 8% kaupverðs. Svipaða sögu er að segja af kvikmyndum.
Núverandi ástand er því, af tölunum að dæma, langt því frá tónlistarmönnum í vil. Úr þessu ætti að bæta og þá til dæmis með því að hlustendur greiði fyrst og fremst til þeirra sem koma að samningu og flutnings tónverkanna sjálfra, en ekki fyrst og fremst til auglýsinga og dreifingarkostnað. Sérstaklega ekki þegar margfalt hagkvæmari dreifingartækni hefur verið þróuð. Dreifing þarf ekki að vera 11,5 sinnum betur borguð heldur en sköpunin. Svigrúm er til þess að fimmtunga verð og tvöfalda laun eða fimmfalda laun og helminga verð. Auðveldasta leiðin til þess arna er aukin samkeppni við nýmóðins dreifingarfyrirtæki sem nýta sér enn tæknilegt forskot til þess að maka krókinn. Til dæmis gætu listamenn sjálfir stofnað með sér dreifingarfélag sem tæki hóflegt dreifingargjald.
Sjá til dæmis nýstofnaða þjónustu sem er ætlað að hjálpa fólki að borga fyrir kvikmyndir í leyfisleysi: http://flix.is/
Bloggar | Breytt 17.2.2014 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)